63. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 8. mars 2013 kl. 08:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 08:30
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:00
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir ÁÞS, kl. 08:30
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 08:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 08:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 08:30
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 08:30
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 08:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:30

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 220. mál - neytendalán Kl. 08:45
Á fundinn kom Guðmundur Kári Kárason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti til að fara yfir minnisblað ráðuneytisins, dags. 4. mars sl., og til að svara spurningum nefndarmanna varðandi tilgreinda þætti málsins.

2) 503. mál - endurskoðendur Kl. 08:40
Frumvarpið sem unnið er upp úr máli nr. 503 (endurskoðendur) var rætt á síðasta fundi nefndarinnar.
Á fundinn kom Harpa Theodórsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til að svara spurningum nefndarmanna.
Að lokinni umfjöllun samþykktu viðstaddir nefndarmenn að flytja frumvarpið (HHj, MSch, EyH, LRM, LMós, ÁÞS, PHB, GÞÞ).

3) 457. mál - sala fasteigna og skipa Kl. 08:35
Frumvarpið sem unnið er upp úr máli nr. 457 (sala fasteigna og skipa) var rætt á síðasta fundi nefndarinnar.
Á fundinn kom Harpa Theodórsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til að svara spurningum nefndarmanna.
Að lokinni umfjöllun samþykktu viðstaddir nefndarmenn að flytja frumvarpið (HHj, MSch, EyH, LRM, LMós, ÁÞS, PHB, GÞÞ).

4) 102. mál - hlutafélög Kl. 08:30
Frumvarpið sem unnið er upp úr máli nr. 102 (hlutafélög) var rætt á síðasta fundi nefndarinnar.
Á fundinn komu Guðmundur Kári Kárason og Harpa Theodórsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til að svara spurningum nefndarmanna.
Að lokinni umfjöllun samþykktu viðstaddir nefndarmenn að flytja frumvarpið (HHj, MSch, EyH, LRM, LMós, PHB, GÞÞ, ÁÞS).

5) 566. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 229/2012 um breytingu á XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 08:45
Málið var rætt samhliða máli nr. 220 (neytendalán). Á fundinn kom Guðmundur Kári Kárason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Formaður, HHj, lét dreifa drögum að umsögn nefndarinnar til utanríkismálanefndar. Enginn var á móti afgreiðslu málsins og allir voru með á áliti (HHj, LRM, MSch, ÁÞS, GÞÞ, PHB, EyH, LMós).

6) Afdráttarskattur. Kl. 09:00
Á fundinn komu Guðrún Þorleifsdóttir og Ingibjörg Helga Helgadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Ingvar Rögnvaldsson, Elín Alma Arthúrsdóttir, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Lóa Ólafsdóttir frá ríkisskattstjóra.

Rætt var um 4. og 10. gr. frumvarps um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði til að felldar yrðu brott við þinglega meðferð, sbr. lög nr. 146/2012. Gestirnir kynntu tillögur að nýrri lagalegri útfærslu sem unnar voru að beiðni formanns, HHj, og svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.

Málið var síðast rætt undir 3. dagskrárlið 60. fundar nefndarinnar.

7) Skattlagning hugverkaréttinda. Kl. 09:15
Á fundinn komu Guðrún Þorleifsdóttir og Ingibjörg Helga Helgadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Ingvar Rögnvaldsson, Elín Alma Arthúrsdóttir, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Lóa Ólafsdóttir frá ríkisskattstjóra.

Fulltrúar ríkisskattstjóra gerðu grein fyrir tillögu að lagabreytingu em unnin var að beiðni formanns, HHj. Gestirnir svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.

8) Opinber innkaup. Kl. 09:20
Dreift var á fundinum undirbúningsgögnum með lögum nr. 56/2011.
Nefndarmönnum gafst kostur á að ræða málið.

9) Önnur mál. Kl. 09:30
Nefndarmenn ræddu gjaldeyrismál sem og einstök þingmannamál.

Fundi slitið kl. 09:50